Í fjötrum

Er myrkrið læðist um götur bæjarins
og skýtur sér inn í öll skúmaskot,
flýta allir sér heim í faðm hvers annars
á meðan ég kúri í einmannaleikanum.

Nakin hönd mín leitar út í tómið
og þráir heitt að verða snert,
þráir heitt að verða kysst svo undurblítt
og svífa á valdi ástarinnar.

Er geislar sólarinnar hrekja myrkrið á brott
og flæða um lífsins lindina tæru,
skríða ástfangnar sálir úr fylgsnum sínum
og sameinast fegurð móður jarðar.

En ég kúri áfram, fjötruð,
í faðmi svartara og sterkara afla
en sjálfra myrkravaldanna.

 
Jóna
1982 - ...


Ljóð eftir Jónu

Í fjötrum
Fegurð heimsins
nafnlaust eins og er
Í rauðgula myrkrinu
Svartur koss
smáljóð
Fullkomin leið að hamingju
Orðsending
Dauðaslög hjartans
Upprisan
Segðu mér sögu
Vals
Sunnudagskvöld
Sýndu mér heiminn
Eitt augnablik af eilífri ást
Heimurinn okkar
Tvö skref afturábak
Í hringekjunni
Carpé Diem
Bara vegna þín