Blómið sem óx
Sjáðu, hvar blómið grær,
eins og barn sem leikur sér,
litirnir hreinni en þvotturinn,
og anganin eins og af ungmeyjum.

Blómið rís hærra og hærra,
fólk kemur víða að til að sjá það,
allir vilja finna lyktinina
og sjá fögru litina.

En síðan stækkar blómið enn meira,
fer svo að nota meira og meira vatn
verður litdaufara eftir því sem það stækkar
og anganin er orðinn að fnyk.

Loks vill blómið toll
og hótar þeim sem ekki borga,
það fer að fjölga sér,
brátt verða blóm út um allt.

Allt í einu hunsar fólk blómið
og það fer að örvænta,
en það er orðið of seint,
það spilltist, og varð sjúkt.

Loks kom maður,
með exi stóra,
hjó blómið,
og fólkið fagnaði.

Stuttu síðar óx ofurlítið blóm
en fólkið var snöggt til,
trampaði á því og reif það upp,
því það vissi af gylliboðum þess.  
Sigurður
1988 - ...


Ljóð eftir Sigurð

Blómið sem óx
Afrek guðanna
...Friður...
Ótitlað
Ótitlað 2
Tilfinngum og heimsku lýst í nokkrum vel völdum orðum.
misskilningur
ótitlað númer eitthvað.
Tilgangurinn?
Ung og ódrepandi.
Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Þrá.
Ólíklegar aðstæður við enda heims númer 4
Með jólakveðju.
Ást - Heróín
Sigur eins manns.
Ek vil út (úr siðmenningunni)
Öskur í hljóði.