Ótitlað
Ég hverf héðan
hugsa að þetta er gott
Get gengið héðan
geri ekkert flott.

Dreymir deyjandi menn
Drýgi syndir
Er ekki fallinn enn
elti lífsins lindir.

Hví verðum við
að verjast?
Skiptum um sið,
einfaldleika sverjast.

En ekki er allt gefið
eignir eru okkur dýrmætar
Fáir fá lostann sefið
fá gjafir sætar.

Heyri hrópað oft
Hlusta varla
Orðin orsaka vont loft
Orsaka vonda karla.

Sturlun strýkur mig
sé vegginn, hvítur
Kannski kemur þetta fyrir þig
Kannski lífið flýtur?  
Sigurður
1988 - ...


Ljóð eftir Sigurð

Blómið sem óx
Afrek guðanna
...Friður...
Ótitlað
Ótitlað 2
Tilfinngum og heimsku lýst í nokkrum vel völdum orðum.
misskilningur
ótitlað númer eitthvað.
Tilgangurinn?
Ung og ódrepandi.
Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Þrá.
Ólíklegar aðstæður við enda heims númer 4
Með jólakveðju.
Ást - Heróín
Sigur eins manns.
Ek vil út (úr siðmenningunni)
Öskur í hljóði.