Öskur í hljóði.
Hvar sem sálin felur sig,
hvar sem sorgir hennar eru
þar fær hún ekki skjól
gagnvart orðum sem særa
orðum sem tæra og brenna.
Síðan öskra ég í hljóði,
sársaukinn óstöðvandi,
myrkrið hremmir mig og nístir
með kuldaklóm.
Öskur sem óma í huganum
stoppa ekki, og ég brotna.
Ég er brotinn, fallinn.  
Sigurður
1988 - ...


Ljóð eftir Sigurð

Blómið sem óx
Afrek guðanna
...Friður...
Ótitlað
Ótitlað 2
Tilfinngum og heimsku lýst í nokkrum vel völdum orðum.
misskilningur
ótitlað númer eitthvað.
Tilgangurinn?
Ung og ódrepandi.
Númer ekki lengur í notkun, reynið síðar.
Þrá.
Ólíklegar aðstæður við enda heims númer 4
Með jólakveðju.
Ást - Heróín
Sigur eins manns.
Ek vil út (úr siðmenningunni)
Öskur í hljóði.