Vegferð
...þá kleifst þú klettótta slóða
með slíðrað sverð í farteskinu

leiðin lá á tinda
og faðmaðir himinn
í friði

jöklar og eldfjöll
risu til þín
á hæsta tindinn

tré í skógi hafa lofað
þúsundir þig
hrópað þig velkomna

fræ þeirra falla til jarðar
og vaxa með minningu þína

...nú stend ég einn í skógi miðjum
í iljarnar kitlar af iðandi fræjum þar undir
hrópa svo undir taka tré:

af myrkri þínu stafar
birta þess sem lifað hefur

dáið
og valið að lifa...
 
Davíð Hörgdal Stefánsson
1973 - ...


Ljóð eftir Davíð Hörgdal Stefánsson

þú
Fyrir kuldatíð
Við Suðurgötu
Inni
Vegferð
Borgarmúr
Alltaf allsstaðar aftur og aftur
Seint á hörðum kodda
Úr myrkri
Rökkrið
Sögn
Vindur og vissa