

...þá kleifst þú klettótta slóða
með slíðrað sverð í farteskinu
leiðin lá á tinda
og faðmaðir himinn
í friði
jöklar og eldfjöll
risu til þín
á hæsta tindinn
tré í skógi hafa lofað
þúsundir þig
hrópað þig velkomna
fræ þeirra falla til jarðar
og vaxa með minningu þína
...nú stend ég einn í skógi miðjum
í iljarnar kitlar af iðandi fræjum þar undir
hrópa svo undir taka tré:
af myrkri þínu stafar
birta þess sem lifað hefur
dáið
og valið að lifa...
með slíðrað sverð í farteskinu
leiðin lá á tinda
og faðmaðir himinn
í friði
jöklar og eldfjöll
risu til þín
á hæsta tindinn
tré í skógi hafa lofað
þúsundir þig
hrópað þig velkomna
fræ þeirra falla til jarðar
og vaxa með minningu þína
...nú stend ég einn í skógi miðjum
í iljarnar kitlar af iðandi fræjum þar undir
hrópa svo undir taka tré:
af myrkri þínu stafar
birta þess sem lifað hefur
dáið
og valið að lifa...