Vindur og vissa
Hvort hægt er að vita
hvert leiðin liggur

hvert á að líta
og hvenær að líta undan

hvenær að beygja
og hvenær að beygja af

hvenær má gráta
og hvernig

hvenær að staldra við
og tína upp steina

hvort vindurinn ber mann af leið

og að vita aldrei
hvert leiðin liggur

til að vita hvort
vindurinn ber mann af leið

eða

hvort hann er leiðin  
Davíð Hörgdal Stefánsson
1973 - ...
Áður óútgefið.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Davíð Hörgdal Stefánsson

þú
Fyrir kuldatíð
Við Suðurgötu
Inni
Vegferð
Borgarmúr
Alltaf allsstaðar aftur og aftur
Seint á hörðum kodda
Úr myrkri
Rökkrið
Sögn
Vindur og vissa