

Ég misstíg mig,
-sný á mér ökklann
Nístingur
Doði
Afmyndun
...allir regnbogans litir,
þó hver í sinni röð
í sínu formi og tíma
Nístingurinn nagar
ág notfæri mér doðann til að komast aðeins lengra
-En hvert?
Og hvað segir hvenær?
Til hvers?
Þegar ég nýt ekki
hvers einasta skrefs
Ég læt undan
og skyndilega birtast mér allir regnbogans litir.
Hver í sinni röð
í sínu formi
og tíma
-sný á mér ökklann
Nístingur
Doði
Afmyndun
...allir regnbogans litir,
þó hver í sinni röð
í sínu formi og tíma
Nístingurinn nagar
ág notfæri mér doðann til að komast aðeins lengra
-En hvert?
Og hvað segir hvenær?
Til hvers?
Þegar ég nýt ekki
hvers einasta skrefs
Ég læt undan
og skyndilega birtast mér allir regnbogans litir.
Hver í sinni röð
í sínu formi
og tíma