Draumur

Engin ástæða til að fara á fætur.
Og gefa lífinu gætur.
Allt svo kristaltært.
Um alla vegi fært.

Sléttur, breiður vegur.
Enginn farartálmi tregur.
Heiðskýrt og sólin skín.
Og í öllum heimsins lúðrum hvín.

Húsið það hlær af kæti.
Heyrast hlátrasköll og læti.
Blik í augum.
Og létt yfir taugum.

Fæðast tár á hvarmi.
Streyma niður með barmi.
Flæða í stríðum straumi.
Er ég vakna upp af draumi.
 
Einar Ben Þorsteinsson
1976 - ...


Ljóð eftir Einar

Skilningur.
Lífsreglur
Kusk í naflanum.
Ástin.
Draumur
Um þig.
Hver er það sem andar á rúðuna?
Vík brott Sorg.
Við tvö.
Hugmikið hugleysi.
Svarthvít veröld.