

Engin ástæða til að fara á fætur.
Og gefa lífinu gætur.
Allt svo kristaltært.
Um alla vegi fært.
Sléttur, breiður vegur.
Enginn farartálmi tregur.
Heiðskýrt og sólin skín.
Og í öllum heimsins lúðrum hvín.
Húsið það hlær af kæti.
Heyrast hlátrasköll og læti.
Blik í augum.
Og létt yfir taugum.
Fæðast tár á hvarmi.
Streyma niður með barmi.
Flæða í stríðum straumi.
Er ég vakna upp af draumi.