Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Barnið mitt,
hve heitt ég ann þér,
undrið smátt,
hve sakleysi þitt ljær mér,
ljúfan mátt.

Barnið mitt,
hve fljótt við glötum
gæsku og blíðu,
hve fljótt við gleymum
undrun og hlýju.

Barnið mitt,
lífið er leikur,
á tíðum grár,
ef engin er höndin,
er gráturinn sár.

Barnið mitt
mundu faðmsins náð
ef þungan herðir,
mundu kærleikans ráð
við allar þínar gerðir.


 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið