SÁL
Sem í ljósi birtist
skuggi
líður í grárri mósku
hljóður
löngu liðna tíma ber
vitur
lýsir ef þú leitar
maður
í huga þér

Sem í myrkri kviknar
ljós
leikur í litum sínum
hljóma
himins tóna ber
ákallið
ómar ef þú hlustar
maður
í brjósti þér

Sem í eldi birtist
logi
roðar lífsins lit
hvítan
kærleik hjartans ber
tæran
andann þú finnur
maður
í hjarta þér.

 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið