Hugurinn
Það koma dagar
þegar ljósið er dauft
hugurinn myrkur
og sinnið snautt

Vorið við gluggann
svo grænt,gult og blátt
litirnir dofna og hverfa
allt svo grátt

Sólskin og hlýja úti
söngur lífsins ómar
hvað er svo þungt og kalt
sem þungir hugarórar.
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið