Sköpun
Hringur dreginn
með fingri Guðs,
- gneistar af neisti

Lýsir úr myrkri
lífsins glóð,
- ljósbogi rís og skín

Kraftar knýja
hreyfingu úr kyrrð,
- sköpun rennur

Andans ómur vekur
lífsins þrá,
- logans brennur

Ljós og myrkur
takast á,
- í viljann togar

Andans vernd
vefur allt
- í kærleik boðar

Þá andar lífið
tilgangurinn nær,
- svo hugann birtir

Þrenning þá leysist
í regnbogans liti,
- svo hjartað þystir.
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið