Sumarið
Vetrarmyrkrið seig í hafið
og heldrunginn smásaman vék,
og glóðin sem kuldi hafði hamið
reis upp og sagði; vorið er hér.

Fuglar berjast til kaldalands
byr og sól í öllum þeirra sögum,
birtan syngur doða í dans
og ómar dátt í sumarlögum.

Stúlkur með tagl á hjólum
í litfríðum sumarkjólum,
krakkar í leik á þunnum bolun
og gamlir menn með sí-ungum konum,

-segja; nú er sumarið komið.

 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið