Bak við sól og sunnan mána.
Í stjörnuþoku hljóma
himins óma,
ungri sól
sem skapari himni fól.

Frá logans heimi
og hugarsveimi,
helgir goðar skutu fram
skipum úr naustarann.

Sona skarar fáru
skínandi brynjur báru,
fylgdu konungskná
björtum knörrum á.

Hin aldni í stafni
andans fari,
stefnir hug og hönd
að nýrri strönd.

Borin á bylgjum
undir birtum seglum,
alvind við reiða
alrök bóginn beiða.

Mörkuð heljarför
yfir geimsins reginhöf,
bárust fleygin há
stirndum geislum á.

Vísaða vetrarbraut
runnu sigurnaut,
vörðuð glóðarskjöldum
gegn boðaföldum.

Yfir himna sjö,
geimsins höf og strendur,
reyrð örlagastögum
bundin heljarbögum.

Reis úr logahafi
sjöunda sól,
glóandi gullfari
birti í mót.

Hin aldni í stafni
andans fari,
festir bönd
á nýrri strönd.
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið