Lífsdans.
Leitum að því sem ekki næst,
metnaður næstur aurum,
í lífinu sem læst.

Löngun í það sem liggur fjærst,
hátt frægir lesti,
slægð og snilli hæst.

Leiðumst upp til tískuhæða,
einlægni, trú og heiður,
dyggðin sú að hæða.

Lífsins markmið að græða,
græðgi og öfund,
dyggðin sú að næra.

Leitum ljómans í listaauði,
menning andans dauð,
kæfður í efnisbrauði.
 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið