Framundan
Óttastu dauðann?- finna þokunið,
- og döggina í framan.
Snjóar og byljir herðast við,
er ég nálgast smásaman.

Drungi nætur, stormsins afl,
umlykja táknið hans.
Þar stendur það,- nábogans tafl,
sérhvers göngumanns.

Ferðinni er lokið, tindinum náð,
og múrar falla.
Sigrum var í baráttu sáð,
sem um ávinning alla.

Baráttugleði, -reisum hátt,
fyrir hinn mikla slag.
Sárt ef dauðinn sviptir sýn og mátt,
og knýr til uppgjafarlag.

Nei, reynum allt með hárri lund,
sem hetjur guldu lofið.
Hefjum andann, greiðum glöð lífsins skuld,
sársauka og myrkri ofið.

Djörfungin, ógæfu skjótt til bata snýr,
verstu andartök enda.
Frumaflaátök, fjandmanna orðagnýr
skal réna, skal milda,

Skal breyta, skal úr sári friður verða,
og færa í sálu þína bjarta.
Ó, þú og mín sál, saman hverfa,
að eilífu í Guðs hjarta.Þýðing á ljóðinu PROSPICE,
eftir.
ROBERT BROWNING (1812-1889)

 
Sigurbjörn Svavarsson
1949 - ...


Ljóð eftir Sigurbjörn Svavarsson

Barnið (Að horfa á börnin lítil.)
Dögun.
Lífsdans.
Hugurinn
Móðir jörð.
SÁL
Stjörnur og menn.
Stundin.
TÍÐIR
Systur
Strá
Framundan
Bak við sól og sunnan mána.
Sköpun
Ungur
Maður sem dó. (Í minningu Kristjáns)
G(r)áta
Hundurinn Bjartur.
Framtíðarland?
Leiðin okkar.
Blessun húss
Máninn
Sumarið