Hvað er ást?
Ástin er
ekki blossi úr eldflaug
sem flýgur á vængjum lostans
í níuoghálfaviku
ofhitnar
og brotlendir
með farþega innanborðs

ástin er
ekki úlfabros
allan hringinn
með girndarglampa í augum
þess sem allt vill fá
og engu fórna

ástin er
ekki hrafninn
sem þráir glys og glingur
en veit ekki
að gullið býr
hið innra

ástin er
aðeins kyrkingslegt tré
sem vex í þögn
upp af leiðum okkar
og laufgast á vorin
eftir að við erum bæði
löngu farin

ástin er
hversdagsleiki
heiðarleiki
brosandi augntillit
þögul snerting

ástin er
ég og þú saman
í marglitri veröld sem var
en er nú óðum að hverfa sjónum
í baksýnisspeglinum
inní grámóskuna.

 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni