Kópavogslækurinn
Heill þér aldna eðjufljót
sem úrganginn mannanna ber
með virðingu ég nú vinahót
votta í hrifningu þér.
Fyrir tilvist og trúmennsku þakka þér þarf
og þjónustu meðan aðrir blaðra
því hvað er fegurra og frómara starf
en að fórna sér fyrir aðra?
Um aldir að hlusta á karlanna kýt
og kvennanna tal um hégóma
og bera svo í auðmýkt skarn þeirra og skít
en skera upp slæma dóma.
Nei Kópavogslækurinn keikur og vís
kann af biturri reynslu að þreyja
því hann veit að á endanum aftur upp rís
hans orðstír sem aldrei mun deyja.
Er á góðviðrisdegi í léttleika lónar
og leikur við steina og börð
þá heilagir berast hörputónar
þessa himneska tákns hér á jörð.
sem úrganginn mannanna ber
með virðingu ég nú vinahót
votta í hrifningu þér.
Fyrir tilvist og trúmennsku þakka þér þarf
og þjónustu meðan aðrir blaðra
því hvað er fegurra og frómara starf
en að fórna sér fyrir aðra?
Um aldir að hlusta á karlanna kýt
og kvennanna tal um hégóma
og bera svo í auðmýkt skarn þeirra og skít
en skera upp slæma dóma.
Nei Kópavogslækurinn keikur og vís
kann af biturri reynslu að þreyja
því hann veit að á endanum aftur upp rís
hans orðstír sem aldrei mun deyja.
Er á góðviðrisdegi í léttleika lónar
og leikur við steina og börð
þá heilagir berast hörputónar
þessa himneska tákns hér á jörð.