Tóbak
Heyrðu ég held ég sé örugglega næstur
ég hér er búinn að velkjast um svo lengi
ég vanda á til að verð´örlítið æstur
þó mig vanti bara lítinn skammt af áfengi.

Mig vantar bara vodka gin og sérrí
viskí smá og skvett´ af sénever
Stolichnaya Koskenkorva Tanqueray og Terry
Teachers líka og eina De Kuyper.

Og láttu svo allt í lítinn poka vinur
ég léttstígur með þetta burtu fer
því enginn veit hvað í dagsins önn á dynur
drengur minn í þessum heimi hér.
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni