Vonlaus vakt
Á mönnunum hvílir sú mæða
að mjög þykir hlutskiptið rýrt
á vakt hinna vonlausu svæða
er vandinn að selja sig dýrt

Þar sem skorturinn tröllir og trónar
er tilveran helvíti hörð
og þjarkið vart tilgangi þjónar
meðan þiðnar ei frostbitin jörð

Já á vakt hinna vesælu skara
er veröldin döpur og dimm
á stöðuna tóm augu stara
það stirnir á andlitin grimm

Á vakt þeirra voluðu stæða
er vandi að biðja um styrk
meðan nötrandi vindarnir næða
og nóttin er mögur og myrk
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni