Kaffi í höfnina
Í kolryðguðum kaffiskúr
á krika rétt hjá sænum
karlinn er á svipinn súr
og seðla fær frá bænum
Hann kallaður er kapteinninn
þótt kannski vanti dallinn
í staðinn bónar bílinn sinn
bundinn við einn hnallinn
Búralegur bægslast um
með brennivín í flösku
minnir lítt með látunum
á þá lagargarpa rösku
Vinur er hann leti og lúrs
en lævís vaktar efnið
þótt hetjan kunni að halda kúrs
þá hörgullinn er stefnið
Keikur situr kapteinninn
og kíkir út á dröfnina
hefur engan hafbátinn
en heimtar kaffi í höfnina
Þótt engin sé hann aflakló
og oft hann fari í felur
er hann samt sem áður þó
ósköp góður melur
á krika rétt hjá sænum
karlinn er á svipinn súr
og seðla fær frá bænum
Hann kallaður er kapteinninn
þótt kannski vanti dallinn
í staðinn bónar bílinn sinn
bundinn við einn hnallinn
Búralegur bægslast um
með brennivín í flösku
minnir lítt með látunum
á þá lagargarpa rösku
Vinur er hann leti og lúrs
en lævís vaktar efnið
þótt hetjan kunni að halda kúrs
þá hörgullinn er stefnið
Keikur situr kapteinninn
og kíkir út á dröfnina
hefur engan hafbátinn
en heimtar kaffi í höfnina
Þótt engin sé hann aflakló
og oft hann fari í felur
er hann samt sem áður þó
ósköp góður melur