vii.
Við endimörk
sjálfs mín
hvílir köttur í sólbaði.

Og hálfhræddar rottur
gægjast útum grásteypt húsin
og bíða færis.

Þær hlusta á mal kattarins,
horfa á hann þrífa sig í hitanum
og bíða eftir því að hann sofni.

Loks hlaupa þar framhjá honum,
á léttum löppum syndarinnar.







 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum