Aldrei mun ég gleyma
Heimskan réð ríkjum er ég nóttinni gleymdi.
Ég sá ekki handa minna skil og leyfði mér að gleyma.
Ég gleymdi að hugsa rökrétt
Ég gleymdi að heimsækja hann oftar
Ég gleymdi að búast við hinu versta
Ég gleymdi að segja að ég elski hann
Ég gleymdi að segja að ég sakni hans
En minningunni um hann mun ég aldrei gleyma.
Það litla sem ég man var fallegt
Það litla sem ég man var fróðlegt
Það lita sem ég man var fyndið
Það litla sem ég man var gott
Það litla sem ég man mun ég halda í að eilífu
Ég tek í hendina og held fast, hlusta af ákafa og brosi
Hann strýkur hendi mína, brosir og heldur áfram
Skal í draumum upplifa á ný
og þannig aldrei gleyma  
Tárið
1987 - ...
Sofðu rótt
þitt barnabarnabarn


Ljóð eftir Tárið

Á báðum áttum
Innilokun
Hjálp
Ógleði
Brostið loforð
Í stríðu
Hjarta mitt í tvennt hann sagar
Mín versta martröð orðin að veruleika
Komdu og finndu mig
Sársaukinn mikli
Veðurspá ástarinnar
Lifum lífinu lifandi
Hnignun
Pæling?
Að eilífu..bless
Molnun
Feis
Tveir heimar
Dugnaðarforkur.
Aldrei mun ég gleyma
Bitin