Óendanlega
Uppi við Þingvallavatn
ligg ég í grasbala
og horfi upp í himininn
eins og við forðum daga
ég og þú
og morgunstjörnurnar
þar sem eitt sinn stóð skrifað
að við skyldum alltaf vera saman
stara á mig spyrjandi
ásakandi
hvar er hún?
og ég sakna þín
-óbærilega
og ég velti fyrir mér hnífnum
sem þú faldir eitt sinn
og fólst mér að henda
hvernig ætli sé að falla
fyrir þessum hnífi?
falla fyrir þér endanlega
ég brýni hugann
og rýni niður í dimmblátt vatnið
sem býðst til að umfaðma mig
veita mér viðtöku
og reyni að sjá fyrir mér hvað gerist
þegar rautt og blátt
renna saman í eitt
grænt ljós
hefndin var sæt
en blóðið er biturt og beiskt
nema þetta með hnífinn er náttúrlega hugarburður
leirburður skáldsins
framburður jökulstíflu hugans
auðvitað fór hann í ruslið ásamt mér
samviskusamlega
það hefði samt verið betra að hafa hann með
beittan og öruggan
sé alltaf svolítið eftir honum
og hér ligg ég í hnipri
stóri strákurinn þinn
en þó svo lítill andspænis þér
fegurð þinni veldi og glæsileik
þú ert aflið sem hélst mér gangandi
fjöreggið mitt
sem ég gætti ekki nógu vel að
þú hefur það í hendi þér
hvort ég flýt eða sekk
með þungri samvisku
og ég bið þig að fyrirgefa mér
-hið ófyrirgefanlega
það perlar á ennið
og döggina allt í kring
vatnið, fjöllin og stjörnurnar
eiga engin svör handa mér
nema þegjandi samþykki
og ég lygni aftur augunum
sleppi og treysti
og ég flýt eins og þú kenndir mér
á öldu minninganna út á vatnið
djúpt í endalausan ilmandi faðm þinn
og enn á ný vaggar þú mér þýðlega
í kjöltu þinni brosandi
og ég þrái þig
-ólýsanlega.
Fyrsta skíma morgunsins
glennir út fjallstoppana
þrengir sér niður hlíðarnar
sameinast vatninu og mér
og ég minnist hjarta míns
sem er í gíslingu þinni
einhversstaðar í Reykjavík
með kröfu um lausnargjald
án þín er ég hálfur maður
skugginn af sjálfum mér
fjúkandi sandkorn
í stundaglasi eilífðar
sem snart varir þínar
eitt sinn fyrir löngu síðan
og varð að gulli,
fölnandi laufblað
í fyllingu tímans
sem strauk vanga þinn
eina örskotsstund
á leið sinni út í buskann
og ég elska þig
-óendanlega.
Ég rís upp úr vatninu
af sjálfum mér
það er lífsmark allt í kring
og undir nýrri dögun
kviknar sú von
að leysa minn betri helming
úr klakaböndum
því við eigum það skilið
að elska hvort annað til fulls
í frjálsu falli og flæði
þessi andartök sem eftir eru
uns við skellum til jarðar
og verðum að dufti
og í hálfrökkrinu
held ég af stað í bæinn
til að sameinast sjálfum mér
-og þér.
ligg ég í grasbala
og horfi upp í himininn
eins og við forðum daga
ég og þú
og morgunstjörnurnar
þar sem eitt sinn stóð skrifað
að við skyldum alltaf vera saman
stara á mig spyrjandi
ásakandi
hvar er hún?
og ég sakna þín
-óbærilega
og ég velti fyrir mér hnífnum
sem þú faldir eitt sinn
og fólst mér að henda
hvernig ætli sé að falla
fyrir þessum hnífi?
falla fyrir þér endanlega
ég brýni hugann
og rýni niður í dimmblátt vatnið
sem býðst til að umfaðma mig
veita mér viðtöku
og reyni að sjá fyrir mér hvað gerist
þegar rautt og blátt
renna saman í eitt
grænt ljós
hefndin var sæt
en blóðið er biturt og beiskt
nema þetta með hnífinn er náttúrlega hugarburður
leirburður skáldsins
framburður jökulstíflu hugans
auðvitað fór hann í ruslið ásamt mér
samviskusamlega
það hefði samt verið betra að hafa hann með
beittan og öruggan
sé alltaf svolítið eftir honum
og hér ligg ég í hnipri
stóri strákurinn þinn
en þó svo lítill andspænis þér
fegurð þinni veldi og glæsileik
þú ert aflið sem hélst mér gangandi
fjöreggið mitt
sem ég gætti ekki nógu vel að
þú hefur það í hendi þér
hvort ég flýt eða sekk
með þungri samvisku
og ég bið þig að fyrirgefa mér
-hið ófyrirgefanlega
það perlar á ennið
og döggina allt í kring
vatnið, fjöllin og stjörnurnar
eiga engin svör handa mér
nema þegjandi samþykki
og ég lygni aftur augunum
sleppi og treysti
og ég flýt eins og þú kenndir mér
á öldu minninganna út á vatnið
djúpt í endalausan ilmandi faðm þinn
og enn á ný vaggar þú mér þýðlega
í kjöltu þinni brosandi
og ég þrái þig
-ólýsanlega.
Fyrsta skíma morgunsins
glennir út fjallstoppana
þrengir sér niður hlíðarnar
sameinast vatninu og mér
og ég minnist hjarta míns
sem er í gíslingu þinni
einhversstaðar í Reykjavík
með kröfu um lausnargjald
án þín er ég hálfur maður
skugginn af sjálfum mér
fjúkandi sandkorn
í stundaglasi eilífðar
sem snart varir þínar
eitt sinn fyrir löngu síðan
og varð að gulli,
fölnandi laufblað
í fyllingu tímans
sem strauk vanga þinn
eina örskotsstund
á leið sinni út í buskann
og ég elska þig
-óendanlega.
Ég rís upp úr vatninu
af sjálfum mér
það er lífsmark allt í kring
og undir nýrri dögun
kviknar sú von
að leysa minn betri helming
úr klakaböndum
því við eigum það skilið
að elska hvort annað til fulls
í frjálsu falli og flæði
þessi andartök sem eftir eru
uns við skellum til jarðar
og verðum að dufti
og í hálfrökkrinu
held ég af stað í bæinn
til að sameinast sjálfum mér
-og þér.