x.
Við hyldýpi sjálfs míns
liggur gleði mín og sorg
líkt og tvílitt blóm.

Yfir slitin stræti
gekk ég í sólríkri þögn,
á gatslitnum skóm.

Og tvílitt blómið fauk
í fjarskann, sem ég gekk
inní borgarinnar tóm.

 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum