xii.
Á göngu meðfram
lágreistum bárujárnshúsum.
Til mín kemur hlæjandi köttur
með köflóttan feld
(og biður mig um eld)
Ég kveiki í vindlinum
og fæ mér blund
(en kötturinn fer í sund)
En sundlaugavörðurinn meinar kettinum
að fara ofaní laugina,
því hárin stífla niðurfallið.
Þeir rífast, uns þeir dansa
inní hvorn annan,
líkt og bollinn
og bláa kannan.
lágreistum bárujárnshúsum.
Til mín kemur hlæjandi köttur
með köflóttan feld
(og biður mig um eld)
Ég kveiki í vindlinum
og fæ mér blund
(en kötturinn fer í sund)
En sundlaugavörðurinn meinar kettinum
að fara ofaní laugina,
því hárin stífla niðurfallið.
Þeir rífast, uns þeir dansa
inní hvorn annan,
líkt og bollinn
og bláa kannan.