xii.
Á göngu meðfram
lágreistum bárujárnshúsum.

Til mín kemur hlæjandi köttur
með köflóttan feld
(og biður mig um eld)

Ég kveiki í vindlinum
og fæ mér blund
(en kötturinn fer í sund)

En sundlaugavörðurinn meinar kettinum
að fara ofaní laugina,
því hárin stífla niðurfallið.

Þeir rífast, uns þeir dansa
inní hvorn annan,
líkt og bollinn
og bláa kannan.  
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum