Drottning ljónanna
Úr ríki drungans
leita ég að útgönguleið
og hef lengi gert
en skuggar fortíðar
krókódílar og hýenur
hamla för minni
en viti menn
þarna flýtur trjádrumbur hjá
niður eftir ánni
og ég stekk á hann
og tek mér far
án þess að skuggarnir nái taki á mér
og villidýrin fylgjast með bráð sinni
hverfa í átt að Ljósuklettum
þangað sem þau geta ekki
fylgt mér eftir
því þau eru hrædd við hið góða
hrædd við þig
himinlifandi flýt ég
niður eftir ánni
og allt verður bjartara
fegurra eftir því sem á líður
jafnvel fuglasöngurinn
hljómar glaðlegur enn á ný
og loks sé ég þig
bíða mín á árbakkanum
Drottningin mín
glæst í gullnum roðanum
með órætt bros
og blik í augum
og er ég nálgast þig
slengir þú út hramminum
veiðir mig blíðlega upp á bakkann
læsir létt í mig klónum
og býður mig velkominn
og ég kem ekki upp orði
því ég veit
að takmarki lífs míns
er loksins
loksins náð
ég er kominn til þín
kominn til að vera
og aldrei skein sólin mér skærar
en á brávöllum Ljósukletta
þennan dag.
leita ég að útgönguleið
og hef lengi gert
en skuggar fortíðar
krókódílar og hýenur
hamla för minni
en viti menn
þarna flýtur trjádrumbur hjá
niður eftir ánni
og ég stekk á hann
og tek mér far
án þess að skuggarnir nái taki á mér
og villidýrin fylgjast með bráð sinni
hverfa í átt að Ljósuklettum
þangað sem þau geta ekki
fylgt mér eftir
því þau eru hrædd við hið góða
hrædd við þig
himinlifandi flýt ég
niður eftir ánni
og allt verður bjartara
fegurra eftir því sem á líður
jafnvel fuglasöngurinn
hljómar glaðlegur enn á ný
og loks sé ég þig
bíða mín á árbakkanum
Drottningin mín
glæst í gullnum roðanum
með órætt bros
og blik í augum
og er ég nálgast þig
slengir þú út hramminum
veiðir mig blíðlega upp á bakkann
læsir létt í mig klónum
og býður mig velkominn
og ég kem ekki upp orði
því ég veit
að takmarki lífs míns
er loksins
loksins náð
ég er kominn til þín
kominn til að vera
og aldrei skein sólin mér skærar
en á brávöllum Ljósukletta
þennan dag.