Frjáls álagning
Þetta verða þá tíuþúsund krónur staðgreitt sagði leigubílstjórinn og teygði sig í afsagaða haglabyssu undir sætinu

já en stamaði ég, það stendur bara 2.720 á mælinum og kyngdi forviða

þú ert nú bara leiðindaskarfur og ég vil fá vel greitt fyrir síðasta túrinn sagði hann hörkulega

ég vil fá kvittun sagði ég og rétti honum seðlana og svo kæri ég þig

já gjörðu svo vel þetta er allt orðið löglegt og ég er frjáls, loksins er ég frjáls. Viltu vinsamlega fara út út bílnum rétt sem snöggvast, það er bannað að reykja með farþega í bílnum og ég ætla að kveikja mér í einni sagði hann og stakk hlaupinu upp í sig

ég fálmaði eftir húninum og reyndi að hraða mér út en náði þó ekki að forða mér undan hvellinum og blóðdrífunni sem skall á vanga mínum

ég nudda enn á mér hálsinn aftanverðan er ég minnist þessa atviks og kveiki mér í rettu

þetta var kvöldið sem ég byrjaði að reykja.  
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni