Flæðarmál
Undir skörðum mána
skunda ég til þín
í leit að upphafi og endi
það er árátta mín
nóttin svignar undan hvítum þunganum
naktar hríslur hvísla
þú getur
þú getur ekki...

það fjarar út
það flæðir inn
kaldur straumur strýkur
blauta kinn
flóðið mér færir
hamingju
útfallið æði
örvæntingu
stjarfar tóftir
stara í leiðslu
helgistund
hljóðri tilbeiðslu
í liggjandanum
leynist lausnin mín
undir skörðum mána
skreiðist ég til þín.

 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni