Spaðahjörtu
Í flöktandi húminu
reiðir spaða drottning til höggs
tígulleg að vanda
taktföst trompar hún hjartakóng
breytir honum í skjálfandi lauf
og gerir að þræl sínum
kóngurinn skreppur saman í auðmýkt
og vogar sér ekki að rísa upp
gegn valdboði hennar
hvinurinn sem klýfur loftið
að baki honum
táknar ekki aðeins
yfirvofandi sársauka
heldur einnig öryggi og skjól
enginn skal taka hann frá henni
þegnar koma og fara
en hann mun alltaf eiga griðastað
í hjarta hennar.
Drottningin lítur yfir eign sína
með velþóknun
klappar henni og kjassar
ströng og ljúf í senn
jafnvel úr fjarlægð
skynja þau nálægð hvort annars
og saman endurnýja þau trúnaðarheit sín
í rökkrinu aftur og aftur
og aftur...
og er síðasti kertaloginn slokknar
taka þau ekki eftir því
en hvítt drjúpandi vaxið
storknar hægt í holum steininum
og innsiglar sáttmála þeirra.
reiðir spaða drottning til höggs
tígulleg að vanda
taktföst trompar hún hjartakóng
breytir honum í skjálfandi lauf
og gerir að þræl sínum
kóngurinn skreppur saman í auðmýkt
og vogar sér ekki að rísa upp
gegn valdboði hennar
hvinurinn sem klýfur loftið
að baki honum
táknar ekki aðeins
yfirvofandi sársauka
heldur einnig öryggi og skjól
enginn skal taka hann frá henni
þegnar koma og fara
en hann mun alltaf eiga griðastað
í hjarta hennar.
Drottningin lítur yfir eign sína
með velþóknun
klappar henni og kjassar
ströng og ljúf í senn
jafnvel úr fjarlægð
skynja þau nálægð hvort annars
og saman endurnýja þau trúnaðarheit sín
í rökkrinu aftur og aftur
og aftur...
og er síðasti kertaloginn slokknar
taka þau ekki eftir því
en hvítt drjúpandi vaxið
storknar hægt í holum steininum
og innsiglar sáttmála þeirra.