Ég lifi
Mig svimar af öllum snúningnum
en samt er ég kyrr
ég fæ hnút í magann
líkaminn skelfur af þungum hjartslætti
suð fyrir eyrunum.
Ég sit föst í djúpri holu,
samt get ég farið um allt.
Ég klóra og krafsa í bakka,
samt er engin mold undir nöglunum.
Ég er að kafna,
en anda djúpt.
Ég græt og græt,
samt brosi ég.
Ég er úrvinda af þreytu,
samt get ég hlaupið og hoppað.
Ég berst daglega og mers,
samt sér hvergi á mér.
Ég er galtóm, auð,
samt hætti ég ekki að hugsa.
Ég get ekki hvílst,
en sef öllum stundum.
Mér finnst ég deyja,
en lifi
-en samt ekki.
en samt er ég kyrr
ég fæ hnút í magann
líkaminn skelfur af þungum hjartslætti
suð fyrir eyrunum.
Ég sit föst í djúpri holu,
samt get ég farið um allt.
Ég klóra og krafsa í bakka,
samt er engin mold undir nöglunum.
Ég er að kafna,
en anda djúpt.
Ég græt og græt,
samt brosi ég.
Ég er úrvinda af þreytu,
samt get ég hlaupið og hoppað.
Ég berst daglega og mers,
samt sér hvergi á mér.
Ég er galtóm, auð,
samt hætti ég ekki að hugsa.
Ég get ekki hvílst,
en sef öllum stundum.
Mér finnst ég deyja,
en lifi
-en samt ekki.