systur tvær
ég þekki ólíkar systur tvær
önnur dökk, hörð og köld
hin er ljós, róleg og tær
sú ljósa líkt og dagur, hin er kvöld

þær búa saman í litlu koti
sú ljósa elskar lífið og daginn
hin dökka húkir og bölvar úr dimmu skoti
þær eru ólíkar þær systur, hugsa sér ólíkan haginn

sú ljósa vill syngja og dansa
sú dökka heimtar myrkur og hræðslu
sú ljósa hlær og fléttar blómakransa
sem sú dökka stelur og fleygir til bræðslu

systirin dökka litla kotið hatar
systirin ljósa unnir sér betur
og berst hvað hún getur

systurnar sitja tvær saman
sú ljósa og sú dökka
en enginn þær sér
því þær rífast, berjast og búa í mér  
SigrunR.G.
1986 - ...


Ljóð eftir SigrunuR.G.

Ég lifi
faðir vor?
Fallegar lygar
vonin hógværa
sálin sem fór á stjá
kveðja
systur tvær
Til...
aðeins ég veit
Nobody special
hver ertu?