

Skynsemi minni blæðir út
þegar ég drekk bjór á stút
í hnút
helvíti og heimsku
fellur kvöldið í drukkna gleymsku.
Pæli sem skemmst
forgangsröðun
það sem Davíð vill fremst
haus minn við vegginn lemst.
Stelst í syndir
syndi í skyndi við kynni
rúllum ég Skapti, Skapti og Tinni.
þegar ég drekk bjór á stút
í hnút
helvíti og heimsku
fellur kvöldið í drukkna gleymsku.
Pæli sem skemmst
forgangsröðun
það sem Davíð vill fremst
haus minn við vegginn lemst.
Stelst í syndir
syndi í skyndi við kynni
rúllum ég Skapti, Skapti og Tinni.