

Í húmi nætur heyrist hlátur,
stúlkan segir sögur.
Söguna af vindinum
og laufblaðinu sem stóð á sama.
Söguna af barninu
sem trúði ekki á sorgina.
Söguna af húsinu
sem sólin elskaði og tunglið þráði.
Sögur af gleðinni sem var nauðgað af einmanaleikanum.
Og það dagaði.
stúlkan segir sögur.
Söguna af vindinum
og laufblaðinu sem stóð á sama.
Söguna af barninu
sem trúði ekki á sorgina.
Söguna af húsinu
sem sólin elskaði og tunglið þráði.
Sögur af gleðinni sem var nauðgað af einmanaleikanum.
Og það dagaði.