

Ein lítil tilfinning
í tilveru,
dauðadæmdri
af vonlausri þráhyggju.
Eitt lítið ósagt orð,
sker hljóðhimnurnar að innan.
Held fyrir eyrun,
held því föngnu í hausnum á mér.
Ein lítil manneskja
ófær um að treysta,
dreymir um tilfinningar úr tefloni
og taugar úr latexi.
í tilveru,
dauðadæmdri
af vonlausri þráhyggju.
Eitt lítið ósagt orð,
sker hljóðhimnurnar að innan.
Held fyrir eyrun,
held því föngnu í hausnum á mér.
Ein lítil manneskja
ófær um að treysta,
dreymir um tilfinningar úr tefloni
og taugar úr latexi.