

Í óræðum lit
birtist hálfgleymdur
heimsendir æskunnar
sem sena í lélegri bíómynd.
Hljóðið sem dó
þegar ég öskraði því afturábak
gleypti það í mig,
kyngdi.
Það sveið mig í hálsinn
og ég táraðist þá.
Horfi í spegilinn í dag,
hann tárast ekki.
Horfi í spegilinn og grátbið
um fyrirgefningu syndanna.
birtist hálfgleymdur
heimsendir æskunnar
sem sena í lélegri bíómynd.
Hljóðið sem dó
þegar ég öskraði því afturábak
gleypti það í mig,
kyngdi.
Það sveið mig í hálsinn
og ég táraðist þá.
Horfi í spegilinn í dag,
hann tárast ekki.
Horfi í spegilinn og grátbið
um fyrirgefningu syndanna.