Svarthvít veröld.
Ruddist um á ryðguðum peiloder
Sem tók fjóra rúmmetra í skóflu.
Það lak olíu af leiðslum.
Og Öskubakkinn var fullur
Ég sá allt í svarthvítu
Og var staddur í annarri veröld.
Smurolían var föst í bolnum
Og gasiið í kveikjaranum var að klárast.
Eftir hálftíma kom kaffi
Og allir settust saman inn í vinnuskúrinn
Sem angaði af fúkkalykt.
Verkstjórinn sagði sögur úr sveitinni heima
Og baktalaði Nonna sem var veikur
Ég hugsaði um hvort ég ætti að fá mér tattú á handlegginn
Eða fara í háskóla um haustið.
Fannst það ekki meika sens, að velja á milli háskóla og tattús.
Þetta var langt úti í sveit.

 
Einar Ben Þorsteinsson
1976 - ...


Ljóð eftir Einar

Skilningur.
Lífsreglur
Kusk í naflanum.
Ástin.
Draumur
Um þig.
Hver er það sem andar á rúðuna?
Vík brott Sorg.
Við tvö.
Hugmikið hugleysi.
Svarthvít veröld.