

Tíminn
sem eitt sinn var
er ekki
en verður aftur á morgun.
Komdu til mín
Komdu
gerum eitthvað sem ekki má
megum eitthvað sem ekki er gert.
Komdu
elskumst meir en heimurinn
Málum ást okkar
á striga tilverunnar
og felum hann
dætrum okkar
til af ást
alltaf elskaðar
mynd okkar
Komdu
sýnum öðrum verk okkar
ástleitni
tilgang
löngun til lífs.
Tíminn
sem var á morgun
er ekki
en verður í gær.
sem eitt sinn var
er ekki
en verður aftur á morgun.
Komdu til mín
Komdu
gerum eitthvað sem ekki má
megum eitthvað sem ekki er gert.
Komdu
elskumst meir en heimurinn
Málum ást okkar
á striga tilverunnar
og felum hann
dætrum okkar
til af ást
alltaf elskaðar
mynd okkar
Komdu
sýnum öðrum verk okkar
ástleitni
tilgang
löngun til lífs.
Tíminn
sem var á morgun
er ekki
en verður í gær.