Líf
Blóðdropi á blaði
er líf þitt
sem þú valdir þér.

Lotinn í herðum
við skrifborðið
snjáður hendur sem pára.

Fátæklegt ytra líf
ríkidæmi sem enginn sér
útkrotuð blöð í hillu.

Vetrarskáld í bjálkahúsi
við arineld sálar fjalla
líf sem þú kaust
líf sem þú ert
líf
skáld
þú.
 
Jóhann G. Thorarensen
1972 - ...


Ljóð eftir Jóhann G. Thorarensen

Lífssýn
Skáldið
(Óm)leikur hjarta míns
Þegar
Á Hlemmi
Nótt í Kaíró
Náttflæði
Líf
Klippt á horninu
Dagur vonar
Skriftir
Skriftir, annar hluti
Draumfarir
Lokbrá
Á heimavelli
Bón
Nýr heimur
Bókakápur
Innri fegurð
Kvöldstund undir diskóljósum