Náttflæði
Tendraðu nóttina
sem færði þér andann
í sálinni
og vakti ást þína
á lífinu.

Leiktu tóna kyrrðarinnar
sem óma í þögninni
og gæla við huga þinn
tengsl tilfinninga.

Snjókornin sem falla
klæða glugga þinn hlýju
umlykja veröld þína
með töfrum sínum.

Síðasta ljós næturinnar
svífur inn í dögunina
sem þér var gefin
sem gamalli sál.
 
Jóhann G. Thorarensen
1972 - ...


Ljóð eftir Jóhann G. Thorarensen

Lífssýn
Skáldið
(Óm)leikur hjarta míns
Þegar
Á Hlemmi
Nótt í Kaíró
Náttflæði
Líf
Klippt á horninu
Dagur vonar
Skriftir
Skriftir, annar hluti
Draumfarir
Lokbrá
Á heimavelli
Bón
Nýr heimur
Bókakápur
Innri fegurð
Kvöldstund undir diskóljósum