Þegar
Tíminn
sem eitt sinn var
er ekki
en verður aftur á morgun.

Komdu til mín
Komdu
gerum eitthvað sem ekki má
megum eitthvað sem ekki er gert.

Komdu
elskumst meir en heimurinn
Málum ást okkar
á striga tilverunnar
og felum hann
dætrum okkar
til af ást
alltaf elskaðar
mynd okkar
Komdu
sýnum öðrum verk okkar
ástleitni
tilgang
löngun til lífs.

Tíminn
sem var á morgun
er ekki
en verður í gær.
 
Jóhann G. Thorarensen
1972 - ...


Ljóð eftir Jóhann G. Thorarensen

Lífssýn
Skáldið
(Óm)leikur hjarta míns
Þegar
Á Hlemmi
Nótt í Kaíró
Náttflæði
Líf
Klippt á horninu
Dagur vonar
Skriftir
Skriftir, annar hluti
Draumfarir
Lokbrá
Á heimavelli
Bón
Nýr heimur
Bókakápur
Innri fegurð
Kvöldstund undir diskóljósum