

Tendraðu nóttina
sem færði þér andann
í sálinni
og vakti ást þína
á lífinu.
Leiktu tóna kyrrðarinnar
sem óma í þögninni
og gæla við huga þinn
tengsl tilfinninga.
Snjókornin sem falla
klæða glugga þinn hlýju
umlykja veröld þína
með töfrum sínum.
Síðasta ljós næturinnar
svífur inn í dögunina
sem þér var gefin
sem gamalli sál.
sem færði þér andann
í sálinni
og vakti ást þína
á lífinu.
Leiktu tóna kyrrðarinnar
sem óma í þögninni
og gæla við huga þinn
tengsl tilfinninga.
Snjókornin sem falla
klæða glugga þinn hlýju
umlykja veröld þína
með töfrum sínum.
Síðasta ljós næturinnar
svífur inn í dögunina
sem þér var gefin
sem gamalli sál.