

Blóðdropi á blaði
er líf þitt
sem þú valdir þér.
Lotinn í herðum
við skrifborðið
snjáður hendur sem pára.
Fátæklegt ytra líf
ríkidæmi sem enginn sér
útkrotuð blöð í hillu.
Vetrarskáld í bjálkahúsi
við arineld sálar fjalla
líf sem þú kaust
líf sem þú ert
líf
skáld
þú.
er líf þitt
sem þú valdir þér.
Lotinn í herðum
við skrifborðið
snjáður hendur sem pára.
Fátæklegt ytra líf
ríkidæmi sem enginn sér
útkrotuð blöð í hillu.
Vetrarskáld í bjálkahúsi
við arineld sálar fjalla
líf sem þú kaust
líf sem þú ert
líf
skáld
þú.