Bréf Til Mömmu Shahidi
Bréf til mömmu Shahidi.
Kæra frú, það var ég sem drap dóttur þína.
Ég veit ekki hvað ég hef gert, ég fór eftir skipunum og það kostaði litlu stelpuna þína lífið.
Mér þykir það leitt, það sem við gerum við þína þjóð.
Við erum alltaf að berjast, mér þótti erfitt að sjá hana, eftir að ég skaut hana, en kúlan var ætluð manni sem stóð fyrir aftan hana.
Og þarna var hún útötuð í sínu eigin blóði, öskarandi á hjálp.......
en enginn kom.
Svona er mannkynið okkar í flestum tilvikum.
Það má segja að stundum hötum við hvort annað,
en í sterkum hermanni má innst inni sjá stórt hjarta fullt af ást fyrir fólkið sem hann drepur.
Hann ræður ekki við þetta, honum er sagt að drepa, skipað.
Annað hvort það eða hann er drepinn sjálfur.
Ég berst fyrir land mitt og þjóð, en ég hugsa aldrei um hvað mikið fólk ég hef drepið.
Þau hljóta að skipta hundruðum, held ég.
Ef þú bara gætir skilið þennan hermann.
Það er sárt að hugsa út í okkur, mannkynið og umhverfið okkar.
“því getum við ekki öll lifað í sátt og samlyndi?” spyrja margir,
og svarið er að það er ekki raunveruleikinn núna.
Nú er raunveruleikinn að ná völdum, peningar, drepa, menga.
Ekki eins og raunveruleikinn var, þá var ást, kærleikur, væntumþykja og virðing.
Ég er ekki endilega að biðja um fyrirgefningu þína,
ég er að fá frið í sálu mína.
Hermaður í Írak.
[Þetta ljóð fékk 3. sæti í ljóðasamkeppni Comeniusar 2005]
Kæra frú, það var ég sem drap dóttur þína.
Ég veit ekki hvað ég hef gert, ég fór eftir skipunum og það kostaði litlu stelpuna þína lífið.
Mér þykir það leitt, það sem við gerum við þína þjóð.
Við erum alltaf að berjast, mér þótti erfitt að sjá hana, eftir að ég skaut hana, en kúlan var ætluð manni sem stóð fyrir aftan hana.
Og þarna var hún útötuð í sínu eigin blóði, öskarandi á hjálp.......
en enginn kom.
Svona er mannkynið okkar í flestum tilvikum.
Það má segja að stundum hötum við hvort annað,
en í sterkum hermanni má innst inni sjá stórt hjarta fullt af ást fyrir fólkið sem hann drepur.
Hann ræður ekki við þetta, honum er sagt að drepa, skipað.
Annað hvort það eða hann er drepinn sjálfur.
Ég berst fyrir land mitt og þjóð, en ég hugsa aldrei um hvað mikið fólk ég hef drepið.
Þau hljóta að skipta hundruðum, held ég.
Ef þú bara gætir skilið þennan hermann.
Það er sárt að hugsa út í okkur, mannkynið og umhverfið okkar.
“því getum við ekki öll lifað í sátt og samlyndi?” spyrja margir,
og svarið er að það er ekki raunveruleikinn núna.
Nú er raunveruleikinn að ná völdum, peningar, drepa, menga.
Ekki eins og raunveruleikinn var, þá var ást, kærleikur, væntumþykja og virðing.
Ég er ekki endilega að biðja um fyrirgefningu þína,
ég er að fá frið í sálu mína.
Hermaður í Írak.
[Þetta ljóð fékk 3. sæti í ljóðasamkeppni Comeniusar 2005]