Hvörf
Í grafarþögn
leið hvískur
hríslandi beina

Það breiddist yfir
grátvotar götur

Skreið inn
í steinsteypta
drauma
glerborgar

Tóngnestir mögnuðust
uns
rótlaus borgin
brast
og draumarnir
molnuðu

Glerbrotum rigndi
af skírum himni

Kyrrð

Klofvega stóð bogdregið
litróf á hvikum jöðrum

Mitt í upphafi alls  
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík