

Í grafarþögn
leið hvískur
hríslandi beina
Það breiddist yfir
grátvotar götur
Skreið inn
í steinsteypta
drauma
glerborgar
Tóngnestir mögnuðust
uns
rótlaus borgin
brast
og draumarnir
molnuðu
Glerbrotum rigndi
af skírum himni
Kyrrð
Klofvega stóð bogdregið
litróf á hvikum jöðrum
Mitt í upphafi alls
leið hvískur
hríslandi beina
Það breiddist yfir
grátvotar götur
Skreið inn
í steinsteypta
drauma
glerborgar
Tóngnestir mögnuðust
uns
rótlaus borgin
brast
og draumarnir
molnuðu
Glerbrotum rigndi
af skírum himni
Kyrrð
Klofvega stóð bogdregið
litróf á hvikum jöðrum
Mitt í upphafi alls