Sagan af Ingu
Þessi fagra unga snót
er Inga María hét
Hún meiddi sinn stutta fót
en það ekki eftir sig lét

Af ungum manni
hún ástfangin var
Það má segja með sanni
að hún vel það bar

Þeim unga herra
hún son einn ól
og dóttur sem ekki var verra
Þau komu í heiminn rétt fyrir jól

En herran hjarta hennar stal
Þetta var ást við fyrstu sýn
Hún hafði því miður ekkert val
Því ástin, hún er ekkert grín

Hann skildi Ingu eftir allslausa
og börnin tvö í fang sitt fékk.
Það var ekki upp á marga hausa
því stuttu seinna hann í snörunni hékk...

Hann féll fyrir eigin hendi,
hann líf sitt burtu tók.
Ég vona að enginn í þessu heimi lendi
eins og sagan af Ingu endar, sem lokuð bók...
 
Anna María Olsen Poulsen
1987 - ...
Sagan bak við þetta ljóð er sú að það er stúlka skotin í strák en sá strákur vill hana ekki...


Ljóð eftir Önnu Maríu Olsen Poulsen

I don't know... But love hurts...
Draumur
Sagan af Ingu
Sárindi og reiði...
Mamma & Pabbi
Hvað gengur á??
Blind Justis
My mind...
Why???
Söknuður Stúlkunnar
Hrifning
Lífið
Ástin
Þreyta
Myrkrið