Einn hring enn
Einn hring enn, móðir mín.
Þegar ég var lítil þá dvaldi ég hjá þér.
Ég lærði hjá þér, borðaði hjá þér og lék mér hjá þér.
Þegar ég varð eldri þá hvarfstu frá mér.
Í skugga hinns eilífa sársauka sá ég þig hrekjast í átt til glötunar.
Þú varst ekki til lengur.
Horfin, farin en samt ennþá til staðar.
Myndin minnir mig á þig á hverjum degi.
"Einn hring enn, móðir mín."
Þoli ég einn hring enn..?
Þegar ég var lítil þá dvaldi ég hjá þér.
Ég lærði hjá þér, borðaði hjá þér og lék mér hjá þér.
Þegar ég varð eldri þá hvarfstu frá mér.
Í skugga hinns eilífa sársauka sá ég þig hrekjast í átt til glötunar.
Þú varst ekki til lengur.
Horfin, farin en samt ennþá til staðar.
Myndin minnir mig á þig á hverjum degi.
"Einn hring enn, móðir mín."
Þoli ég einn hring enn..?
þegar maður sér ástvin týnast í hausnum á sjálfum sér og stendur bjargarlaus á meðan og getur ekkert gert, hvað getur maður gert? þessu hef ég oft pælt í síðustu ár, sérstaklega á meðan ég stóð í þessum sporum, að horfa á manneskju sem mér þótti óendanlega vænt um hverfa smám saman. Verst þótti mér þegar hún þekkti mig ekki lengur. hvað ætli hafi verið verst fyrir hana?