Einbúi
Þegar ég verð gömul verð ég ein.
Það er ég viss um.
Ég mun búa uppi á Vatnajökli með kettina mína fjóra og tvær mýs.
Kettirnir og mýsnar verða vinir.
Á hverjum morgni mun ég vakna og fara í göngutúr í snjónum.
Því að á Vatnajökli er alltaf snjór.
Mér þykir snjórinn góður.
Það er á hreinu.
Í hádeginu mun ég setjast út með kakóbolla í sólskininu.
Því að í hádeginu verður alltaf sólskin og mér finnst kaffi vont.
Á kvöldin mun ég sitja við þakgluggann minn og horfa á stjörnurnar.
Þær eru svo fallegar.

Sunnudaginn 27 júli árið 2064 klukkan 14.37 mun ég deyja drottni mínum.
Ég mun deyja ein, með köttunum mínum fjórum og tveimur músum.

Það er bara eitt sem getur ekki gengið upp í þessari sögu...

Ég hata ketti.

 
Dorothea
1985 - ...
svo er bara að sjá hvort þetta rætist...


Ljóð eftir Dorotheu

Óður til hennar
Vorið
The big question
Þegar ég sá þig
Ein
Óveður
Fyrsti kossinn
Hin óendanlega vinna
Einn hring enn
Einbúi
Aðdáandi nr. 1?
Sagan af grísunum
Sársauki
Aðdáandi nr.2?
Heimsendir
Karlmenn