Duglegur valtarahéri
Ég vaknaði undir valtara.
Djöfull var það vont.
Ég fann nefið splúndrast.
Hljóðið sem heyrðist var eiginlega verra.
Brjóstin voru flött út. Sársaukafullt.
Ég fann rifbeinin brotna eitt í einu

Ég gat ekki andað.
Lífbeinið.
Nei.
Stoppaðu.
Gerðu það.
Ég get ekki meira.
En hérinn sem stýrði valtaranum rak upp hláturroku sem breyttst öskur sem ég hélt að myndi aldrei þagna.
Þegiðu.
Ég vil halda eyrunum þó líkaminn brotni alltur.
Stoppaðu áður en kemur að hnéskeljunum.
Ég verð að halda þeim.
Mig langaði einu sinni að vera dansari.
Af hverju get ég ekki öskrað?
Barkinn er brotinn.
Af hverju hjálpar mér enginn?
Af hverju stendur þetta fólk í kringum mig og hlær?
Sumir benda meira að segja og taka myndir.

Lærbeinin eru þykkust og stærst.
Bara að þau gefi ekki undan þrýstingunum.
Hvað er að gerast?
Síðan hvenær keyra hérar valtara?
Hljóðið dýpra en ógeðslegra en þegar nefið og rifbeinin brotnuðu.
Kannski var nefið ógeðslegra.
Ég er búin að gleyma því.
Leggurinn brotnaði í tvennt.
Ógeðslega tilfinningin við það að finna brotið bein stingast í nærliggjandi vöðva.
Vinstri leggurinn.
Ég get ekki líst hnéskeljunum.
Þá byrja ég að öskra.
Raddböndin gefa sig.
Sköflungarnir héldu.
Ristin jafnaðist við jörðu.
Ég er heppin að vera með liðugar ristar.

Hérinn er löngu búinn að keyra í burtu.
Ég veit ekkert hvert hann fór.
Kannski er hann að valta einhvern núna.
Kannski er það áhugamál hans.
Það sem heldur honum gangandi.
Kannski á hann friðsæla hérafjölskyldu sem kveður hann áður en hann fer í vinnuna á hverjum degi.
Duglegur valtarahéri.
Þau vita ekki að hann fær peninginn fyrir allt stritið frá glæpamanni sem heldur ólöglega netsíðu.
Nú ligg ég hérna ein.
Allir eru farnir
Ég veit ekki alveg hvað ég á að mér að gera í dag.
Sem betur fer er ekki rigning.
Sem betur fer bý ég ekki á stað þar sem rignir súru regni
 
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur