Svanur
Í svanahálsi fann ég svarið
Í svani sem hafði haltrað um túnið
Hnúðsvani sem hafði vængi eins og engill
Ég ákvað að slá á kúabjöllu fyrir hann
Þá fór hann að dansa
Hristi fjaðrirnar og gaf mér nokkrar
Enda erfitt að festa þær aftur á
Ég strauk fjöðrunum yfir fitin á halta fætinum
Og það gerðist eitthvað
Þá kom svarið úr hálsinum
Ég starði steinhissa og hann játaði með augunum
Svo spændi hann grasið og hóf sig til flugs.
Ég sat eftir á túninu og starði á eftir honum steinhissa.
 
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur